Fótbolti - VB 44 sigurvegarar hópaleiksins

13.apr.2007  09:07

Nýr stuttur hópaleikur hefst um helgina (6 vikurs) - Bikarkeppni hefst um helgina - ekkert þátttökugjaldi - allir geta verið með - sjá í þessari ágætu frétt

Eftir spennandi lokavikur stóðu VB44 uppi sem sigurvegarar í hópaleik vorsins. Í öðru sæti urður svo félagarnir 2 á hjóli sem veittu þeim harða keppni alveg fram til síðasta leiks, aðrir hópar voru þarna aðeins á eftir.

Það eru þeir félagar Valtýr verkstjóri í Eyjaberg og Bergur Kristins tippkóngur á Herjólfi sem skipa hópinn VB44 - og eru þeir vel að þessum sigri komnir - en þeir vinnufélagar á netaverkstæði VSV þeir Þórður Hallgríms og Jói Georgs eru 2 á hjóli.

Lokastöðuna í hópaleiknum má sjá undir fótbolti og svo getraunir

Það eru sex vikur eftir að getraunastarfi vetrararins og á að taka stuttan hópaleik á þeim tíma
sá hópaleikur hefst nú á laugardag og telja 5 bestu vikurnar af 6.
Gjaldið í þennan hópaleik verður 2.000,- á hóp og vinningar verða sem hér segir:

Bikarkeppni hefst svo um helgina - ekkert þátttökugjald - bara kíkja við í Týsheimilinu á laugardagsmorgun. skrá liðið og vera með þú færð 2 einfaldar raðir til að tippa og spilað verður með eðlilegu bikarkeppnisútsláttarfyrirkomulagi - spennan magnast - Ágætis verðlaun í boði.