Fótbolti - Palli framlengir samning sinn við ÍBV.

12.mar.2007  10:07

Fyrirliði ÍBV á síðasta ári Páll Þorvaldur Hjarðar hefur framlengt samning sinn til loka 2008. Þetta eru gleðifréttir enda Páll ekki aðeins burðarás liðsins síðustu ár heldur einnig gríðarlegur karakter og verið einn öflugasti varnarmaður landsins. Páll er mikill Eyjamaður og ekki kom til greina að spila með öðru liði en ÍBV þrátt fyrir að hann stundi nám og vinnu í Reykjavík um þessar mundir.