Fótbolti - Þórarinn Ingi til Portúgals með U-17 ára landsliði Íslands

07.mar.2007  09:01

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Portúgals til þess að leika í milliriðlum fyrir EM. Leikið verður dagana 19. - 24. mars og er leikið við Norður Íra, Portúgali og Rússa.

Eyjamenn eiga einn fulltrúa í þessum hópi en það er hinn knái Þórarinn Ingi Valdimarsson. Þórarinn Ingi er búinn að vera fastamaður á landsliðsæfingum hjá U-17 því kemur þetta val alls ekki á óvart. Óskum við honum alls hins besta.