Fótbolti - Tap í Keflavík og markalaust í Egilshöll

05.mar.2007  09:46

Eyjapeyjar léki tvo leiki í Lengubikarnum um helgina og fór sá fyrri fram í Keflavík á laugardag. Sigruðu heimamenn með 2 mörkum gegn 1 og skoraði Matt Garner mark ÍBV í leiknum. Byrjunarliðið var þannig skipað Elías Fannar, Matt Garner, Guðjón Ólafsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Pétur Runólfsson, Bjarni Rúnar Einarsson (fyrirliði), Anton Bjarnason, Sindri Viðarsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson og Stefán Björn Hauksson. Varamenn voru Elvar Aron, Ellert Scheving, Egill Jóhannsson, Bjarni Hólm, Birkir Hlynsson, Einar Kristinn Kárason og Adólf Sigurjónsson.

Í gær léku svo strákarnir við Fjölni og var sá leikur vægast sagt tíðindalítill nema hvað Páll nokkur Hjarðar var næstum búinn að gera sigurmarkið undir lok leiksins er hann sýndi fádæma takta en boltinn endaði í stönginni. Leikurinn endaði 0-0 og átti hvorugt liðið skilið að hirða öll stigin. Byrjunarlið ÍBV var þannig: Elías Fannar, Anton Bjarnason, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Páll Þorvaldur Hjarðar, Arnór Eyvar Ólafssson, Pétur Runólfsson, Bjarni Rúnar Einarsson (fyrirliði), Yngvi Magnús Borgþórsson, Stefán Björn Hauksson, Ingi Rafn Ingibergsson, Elvar Aron Björnsson. Varamenn voru Ellert Scheving Pálsson, Birkir Hlynsson, Einar Kristinn Kárason, Guðjón Ólafsson, Sindri Viðarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Matt Garner.

Eins og sjá má er Heimir að leyfa sem flestum leikmönnum að reyna fyrír sér og þarna eru margir ungir leikmenn á ferðinni. Má þess til gamans geta að fyrrum markvörður ÍBV, Adólf Óskarsson, kallaði Heimi til sín í upphafi síðari hálfleiks og spurði útí hvaða drengir voru þarna nýjir á ferðinni og er skemmst frá því að segja að Heimir taldi upp foreldra drengjanna, sem reyndust flest allir skólasystkini Adólfs eða í það minnsta jafnaldrar. Það verður gaman að fylgjast með þessum strákum á næstu árum.