Fótbolti - 45 manna hópur í 9 daga æfingaferð til Spánar.

27.feb.2007  01:40

Meistara og 2.flokkur ÍBV fara saman í æfingaferð til Benidorm á Spáni um mánaðarmótin. Þar æfa flokkarnir við frábærar aðstæður auk þess sem matur og gisting er fyrsta flokks. Það er Friðfinnur í Eyjabúð og Úrval Útsýn sjá um að þessi ferð verði sem best heppnuð.

Farið verður út 30 mars og komið heim aðfaranótt Páskadags. Í ferðinni leikur hvort lið að minnsta kosti tvo æfingaleiki auk þess sem 2.flokkur tekur þátt í Costa Blanca Cup sem er helgarmót fyrir þennan aldurshóp.

Það vekur athygli að 22 stákar úr 2.flokki fara í þessa ferð. Það eru ár og dagar síðan ÍBV hefur átt svo fjölmennan 2.flokk (26 leikmenn). Strákarnir hafa unnið á vöktum í loðnuvinnslu og safnað sér þannig fyrir æfingaferðinni.