Fótbolti - Pétur Run með 2ja ára samning

23.feb.2007  21:40
Í dag var undirritaður nýr samningur á milli Péturs Runólfssonar og knattspyrnudeildar. Pétur kom hingað að vestan fyrir nokkrum árum, á þeim tíma er Zeljko Sankovic var yfirþjálfari hjá ÍBV.

Pétur hefur skorað 3 mörk í 55 leikjum fyrir félagið. Hann hefur einnig leikið 31 leik fyrir KFS og skorað í þeim 6 mörk. Hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið á miðri miðjunni á vængnum sem og í vörninni.

Við ætlumst til mikils af Pétri hjá félaginu og óskum honum og ÍBV til hamingju með nýja samninginn.