Fótbolti - Yngvi og Stebbi semja við ÍBV

22.feb.2007  09:50

ÍBV hefur samið við tvo leikmenn frá KFS þá Yngva Borgþórsson og Stefán Björn Hauksson.
Yngvi og Stebbi hafa æft stíft með liðinu frá því í október. Báðir leikmennirnir léku með ÍBV upp alla sína yngri flokka og eiga báðir skráða leiki með meistaraflokki ÍBV.

Yngvi hefur leikið 15 leiki með ÍBV í efstu deild en frá 2001 hefur hann skorað 50 mörk í 99 leikjum fyrir KFS. Hann er gríðarlega leikreyndur baráttujaxl sem hefur gott auga fyrir leiknum.
Stefán Björn á 4 leiki með meistaraflokki ÍBV (2002-03). Árið 2004 skipti hann yfir í KFS og hefur skorað þar 10 mörk í 34 leikjum.
Stefán Björn er einn fljótasti leikmaður landsins og á vonandi eftir að hrella varnarmenn andstæðinganna í sumar með hraða sínum.

Þessi félagsskipti sýna okkur Eyjamönnum hversu mikilvægt það er ÍBV að hafa félag eins og KFS og eiga við það gott samstarf.