Fótbolti - Ingi Rafn til 2009

21.feb.2007  20:27
Samkomulag hefur tekist á milli hins knáa og jafnframt smáa Inga Rafns Ingibergssonar og ÍBV um áframhaldandi dvöl hjá félaginu og það til loka 2009.
Ingi Rafn kom óvænt inn í ÍBV æfingahópinn í fyrra og sýndi af sér mikla elju og gríðarlegan áhuga sem á endanum færði honum leiki í byrjunarliði ÍBV í fyrra .

Ingi lék 13 leiki með ÍBV í fyrra og skoraði í þeim 2 mörk. Hann á 47 leiki í meistaraflokki með Selfoss og skoraði í þeim 7 mörk.

Við óskum Inga og ÍBV til hamingju með samninginn og ætlumst til mikils af drengnum í framtíðinni fyrir félagið okkar.

Ingi er komin til Eyja þar sem að hann æfir ásamt hinum peyjunum undir dyggri stjórn tannlæknisins.