Það var nóg af mörkum í Fífunni í dag þegar Eyjapeyjar léku gegn Breiðablik í fyrstu umferð deildarbikarkeppni KSÍ í dag. Endaði leikurinn 3-5 fyrir Blika og var ÍBV 3-2 yfir í hálfleik, en strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum og frísklegum fyrri hálfleik. Bjarni Rúnar Einarsson, sem var fyrirliði í dag, skoraði 1 marka ÍBV sem og Ingi Rafn Ingibergsson og Stefán Björn Hauksson. Var eftir því tekið að Ingi rafn hljóp beint að varamannebekk ÍBV er hann hafði skorað og Bjarni Geir Viðarsson smellti rembingskossi á skóna hjá Inga Rafni og hefur engin skýring fengist á uppátækinu.
Lið ÍBV var þannig skipað í dag. Elías Fannar Stefnisson, Matt Garner, Ingi Rafn Ingibergsson, Bjarni Rúnar Einarsson (fyrirliði) Yngvi Borgþórsson, Stefán Björn Hauksson, Anton Bjarnason, Guðjón Ólafsson, Egill Jóhannsson, Adólf Sigurjónsson, Páll Hjarðar. Varamenn voru þeir Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Einar Kristinn Kárason, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Birkir Hlynsson og Bjarni Geir Viðarsson. Komu allir varamenn við sögu í leiknum.