N.k. sunnudag, 18. febrúar kl. 14, hefur karlalið ÍBV þátttöku sína í deildarbikarkeppni KSÍ og leika þeir gegn Breiðablik í Fífunni. Má þá segja að undirbúningstímabilið sé hafið fyrir alvöru. 19. febrúar í fyrra léku þessi sömu lið einmitt fyrsta leik sinn í sama móti og þá höfðu Blikarnir betur 1-3 með 2 mörkum Marels Baldvinssonar og 1 marki frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni og komu öll mörk Blika á fyrstu 20 mínútum þess leiks. Skoruðu Blikar reyndar einnig eina mark ÍBV í síðari hálfleik, sem var mun betri af hálfu Eyjamanna. Léku Eyjapeyjar einum færri síðustu 7 mínúturnar þar sem Páli Hjarðar hafði verið vikið af velli.
Eru stuðningsmenn að sjálfsögðu hvattir til að mæta í Fífuna á sunnudag kl. 14.