Fótbolti - Ára-mótið 2006

08.des.2006  07:49

Skemmtiboltakeppni 2. fl. ÍBV
Inniknattpyrnumót 30. desember fyrir blönduð lið hópa og fyrirtækja

Léttleiki í fyrirúmi, sannkölluð fótboltaveisla fyrir konur og karla,
firmakeppni og hópakeppni þar sem "sá sigrar sem tekur þátt!"

Tilvalið að fyrirtæki skori á hvert annað og hristi jólaspikið af starfsmönnum.
Þora D-listinn og V-listinn að keppa? Ná Ísfélagið og Vinnslustöðin í lið?

Kynnar á leikjunum verða Maggi Braga, Palli Scheving og Þórarinn Ingi yngri.
Aðgangseyrir aðeins kr. 250,- frítt fyrir yngri en 14 ára og eldri en 67 ára.

LEIKREGLUR:

Spilað verður á litlu mörkin og með böttum.
4 liðsmenn inni á vellinum í einu. Konur eru boðnar sérstaklega velkomnar.
Konumark er tvöfalt mark. Þ.e.a.s. ef kona skorar fær liðið 2 mörk.
Skora verður fyrir innan punktalínu, engir markmenn.
Aldurstakmark er 14 ár.

Verðlaun veitt í hverjum leik, til dæmis: maður eða kona leiksins,
fallegasta markið, flottustu tilþrifin, "mesta klúðrið"
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottustu búningana/múnderinguna
Meistaraflokksmenn og liðsmenn 2. flokks spila í gúmmígöllum og með húfu.

Skráningu skal lokið fyrir jól í símum 698-1122, 894-7214 og 897-3054
Þátttökugjald kr. 10.000,- /lið
Mótið er haldið til styrktar 2. flokki karla ÍBV í knattspyrnu.