Fótbolti - Þórsarar til Eyja í fyrstu umferð.

19.nóv.2006  02:27

Dregið hefur verið í töfluröð fyrstu deildar í knattspyrnu fyrir næsta sumar. ÍBV fær heimaleiki í fyrstu tveimur umferðunum. Fyrst koma Þórsarar frá Akureyri og því næst Reynismenn frá Sandgerði.

Báðir þessir leikir eru snúnir, Þórsarar stóðu ekki undir væntingum síðasta sumar og ætla sér stærri hluti næsta tímabil og Reynismenn eru að koma frískir upp í fyrstu deildina eftir að hafa stokkið upp um deild tvö ár í röð. Nýráðinn þjálfari Reynis er Jakob Jónharðsson sem lék með ÍBV fyrir nokkrum árum.

Ekki er komin dagsetning á þessa leiki en búast má við að mótið hefjist í kringum 10 maí.