Fótbolti - Luka Kostic með fyrirlestur fyrir knattspyrnuþjálfara

16.nóv.2006  21:39

Luka Kostic þjálfari U-18 og U-21 árs landsliða Íslands verður með námskeið fyrir knattspyrnuþjálfara ÍBV miðvikudaginn 22 nóvember. Luka verður bæði með fyrirlestur og sýnikennslu.

Allir þeir sem þjálfa knattspyrnu hjá ÍBV og KFS eru velkomnir. Fyrirlesturinn hefst á Conero kl 12:00.

Þetta er í þriðja skiptið á árinu sem Luka eyðir degi með knattspyrnuþjálfurum ÍBV. Fyrri tvö skiptin hafa verið vel sótt og afar vel heppnuð. ÍBV þakkar KSÍ og Luka fyrir þeirra framlag til bættrar þjálfunar barna í Eyjum.