Fótbolti - Æfingar að hefjast hjá 8.fl karla

15.nóv.2006  15:01

Nú fara að hefjast æfingar aftur hjá 8.flokki drengja. Verða æfingarnar tvisvar í viku, á mánudögum kl. 16.15 og á laugardagsmorgnum kl. 10.00 og verða báðar æfingar í Týsheimilinu. Eru þessar æfingar fyrir drengi fædda árið 2001 og 2002. Þjálfari verður Sigurður Ingason (bankastarfsmaður).

Æfingar munu hefjast n.k. laugardag.