Knattspyrnuráð ÍBV hefur samið við 5 unga og efnilega leikmenn félagsins og var endanlega gengið frá því um síðustu helgi. Leikmennirnir skrifuðu allir undir 3ja ára samning við félagið og ganga beint inn í æfingahóp meistaraflokks félagsins. Þetta er fyrsta skrefið sem tekið er í þessum málum en ákvarðanir um fleiri leikmenn verða teknar þegar líður á veturinn.
Leikmennirnir sem samið var við núna eru:
Arnór Eyvar Ólafsson
Elías Fannar Stefnisson
Gauti Þorvarðarson
Guðjón Ólafsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Peyjunum er óskað til hamingju og þeir boðnir velkomnir til leiks.
Æfingar eru nú að hefjast hjá meistaraflokki en 2. flokkur hefur verið á faraldsfæti upp á síðkastið vegna þátttöku þeirra í Faxaflóamótinu og hafa þeir piltar að sjálfsögðu æft samhliða því. Það er stór og góður hópur sem æfir hjá Hugni Helgasyni 2. flokks þjálfara, eða 20-25 leikmenn, en auk þessa eru allir leikmenn félagsins á snerpu æfingum hjá Jónu Björk Grétarsdóttur frjálsíþróttaþjálfara.
Á myndinni eru frá vinstri: Huginn 2. fl. þjálfari, Arnór Eyvar, Þórarinn Ingi, Elías Fannar, Gauti, Guðjón og Heimir mfl. þjálfari - myndina tók Jóhann Ingi/Vaktin