Eins og þónokkrum er kunnugt þá skrapp ég til Crewe um daginn. Tók með mér Bjarna Hólm sem þeir höfðu lofað að skoða en fór líka til að ræða framhald á samstarfi félagana, hvort það yrði ekki möguleiki á að halda því áfram og jafnvel efla það.
Crewe er mjög sérstakur klúbbur margir bretar segja að hann sé einstakur og það ekki að ásæðulausu en þarna hefur Dario Gradi verið við stjórnvölinn frá 1983 og megnið af þjálfaraliðinu hefur verið þarna í einhver 10 ár eða meira. Þetta er lítið félag með góða sál sem nærist á að leggja rækt við unglinga- og uppeldisstarf sitt. Sú vinna hefur skilað sér í mörgum góðum leikmönnum sem annað hvort hafa verið aldir þarna upp frá blautu barnsbeini eða hafa komið ungir til félagsins, þarf ég nokkuð að koma með nöfn þessu til staðfestingar?
Okkar aðaltengiliður þarna er þó ekki Dario Gradi sjálfur heldur Neil Baker aðstoðarmaður hans sem hefur starfað þarna í fjölda ára. Neil er sá sem ræðir þessi mál innan þjálfarateymisins og lætur okkur svo fá upplýsingarnar um þá leikmenn sem gæti verið möguleiki að fá, en sá listi breytist nú oft þegar líður á veturinn. Hvort sem nafnalistinn breytist eða ekki þá er það alltaf á endanum leikmaðurinn sem hefur endanlegt val um það hvort hann hefur áhuga á að ganga til liðs við ÍBV, eða ekki áhugi okkar og Crewe í málinu er ekki nóg. Í þessari ferð núna kom fram einlægur vilji Crewe á þeim möguleika að við fengjum að halda áfram að hafa aðgengi að leikmönnum hjá þeim og fékk ég nöfn 9 leikmanna sem ég má fylgjast með með það í huga að reyna að lokka til Íslands næsta vor og munum við skoða þau nánar og kíkja á leikmennina þegar lengra líður á veturinn og sjá hvort þeir gætu ekki nýst okkur og svo kanna hvort þeir hafa áhuga á að koma. Listi þessi var settur saman af því sem ég hafði séð og bennt á að ég vildum skoða ef möguleiki væri fyrir hendi og svo funduðum við ég, Neil og Dario og þá komu þeir með aðra fleti á ýmsum þessum leikmönnum og komu með önnur nöfn og fjarlægðu sum af mínum af hinum ýmsu ástæðum einn t.d. vildu þeir hafa hjá sér næsta sumar við æfingar annan vildu þeir ekki láta til íslands þar sem hann hafði verið i einhverri óreglu og þeir voru að taka á honum en töldu hann greinilega ekki rétta aðilann til að fara frá félaginu til Íslands.
Einnig fengum við heimild til að senda yngri leikmenn okkar til Crewe um lengri eða skemmri tíma og þeir fengju að æfa með U-19 ára liði Crewe held að okkar strákar hefðu gott af því og ef það er ekki nóg þá fékk ég líka heimild til aðsenda þjálfara til þeirrra til að fylgjast með þeirra góða starfi og reyna að læra nýja hluti.
Bjarni Hólm fór með mér eins og ég hef áður sagt og gekk honum ágætlega þarna úti og hafði gott af því að komast í þetta umhverfi sem þarna er og átta sig á því aðeins um hvað þetta snýst. Held að margir þessir strákar hérna heima geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað það er í raun mikill stökkpallur að fara í atvinnumennsku.
En allavega það er miklar líkur á áframhaldandi samstarfi þessara tveggja félaga og er það vel ef að þið spyrjið mig.