Fótbolti - Jeffsy og félagar í Allsvenskan

21.okt.2006  15:40
Örebro lið okkar gamla félaga Ian Jeffs komst í dag upp í Allsvenskan með sigri í síðasta leiknum gegn Assyrska en á sama tíma töpuðu Brommapojkarna gegn Trelleborg á heimavelli en Trelleborg eru meistarar í deidinni en Brommapojkarna voru í öðru sæti fyrir síðustu umferðina.Það verða því Trelleborg og Örebro sem taka sæti í Allsvenskan en Brommapojkarna far í umspil við 3ja neðsta lið Allsvenskan, en þar dvelur Hacken þessa stundina.
Jeffsy tók þátt í einum 23 leikjum í sumar, þar af byrjaði hann inn á í einum 15, en hann missti úr nokkra leiki vegna meiðsla.
Við hjá ÍBV óskum Jeffsy til hamingju með árangurinn