- Mætum í Víkina kl 19:15 í kvöld og sýnum stuðning okkar í verki
Í kvöld fer fram leikur Víkings og ÍBV í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Leikurinn gegn lærisveinum Magnúsar Gylfasonar er gríðarlega mikilvægur fyrir strákana okkar og lífsnauðsynlegt að landa sigri í hinni hörðu fallbaráttu sem er í deildinni þetta árið.
Leikurinn í kvöld er hinn fyrsti undir stjórn Heimis Hallgrímssonar sem tók við eftir að Guðlaugur Baldursson hætti með liðið í síðustu viku. Það er nokkuð ljóst að strákarnir og Heimir hafa síður en svo gefist upp og það er mikill baráttuhugu fyrir leikinn í kvöld. En góður stuðningur er nauðsynlegur ef árangur á að nást í kvöld og því skorum við á alla Eyjamenn á Höfuðborgarsvæðinu sem vettlingi geta valdið að mæta í Víkina í kvöld og sýna stuðning sinn við ÍBV í verki. Nú er að duga eða drepast !
Eins og Gilli Hjartar segir : Áfram ÍBV, alltaf og alls staðar !