Fótbolti - KR á útivelli á 8-liða úrslitum
04.júl.2006 18:54
Þá er það komið á hreint að við mætum lærisveinum Teits Þórðarsonar í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins. Leikið verður mánudaginn 24. júlí kl. 19.15, ef ég man rétt. Það er það sem mér finnst undarlegt við þetta, afhverju erum við látnir leika á mánudegi, við erum utanbæjarlið og hefði ekki verið hægt að koma til móts við okkur og setja leikinn þannig á að stuðningsmenn okkar geti farið á leikinn og svo tekið skipið heim á eftir. Þarna finnst mér alfarið verið að taka mið af höfuðborgarliðunum, afhverju eru bara ekki allir leikirnir á sunnudegi t.d. - hafa almennilegan bikardag. Menn eru búnir að fokka upp undanúrslitunum og öllu fyrirkomulaginu á bikarnum í heild, að mínu mati - personulega finnst mér grín að efstu deildarliðin komi ekki inn fyrr en í 16-liða úrslitum. Þau eiga að koma inn í 32-liða úrslitum, jafnvel fyrr, að mínu mati og þar eiga allir að geta mætt öllum ekkert svona hagræðingarsystem í gangi. Hvaða fjör er í bikarkeppni þegar hún er sett upp með stóru liðin í huga - bara mínar hugrenningar - jæja ætla að horfa á HM -