Fótbolti - Mikilvægur sigur Eyjamanna

23.jún.2006  00:01

- Hafsteinn Gunnarsson skrifar frá Hásteinsvelli

Skagamenn koma til eyja fullir sjálfstraust eftir að hafa unnið tvo leiki í röð og geta komist upp fyrir eyjamenn með sigri. Heimamenn verða eins og áður að vinna heimaleikina til að halda sér á floti og eftir góðan heimasigur á KR mæta menn galvaskir til leiks.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og fyrstu lífsmörk liðanna voru skot af löngu færi fyrst reyndi Igor Pesic fyrir sér á 4. mínútu en boltinn fór yfir. Síðan reyndi Atli Jóhannsson fyrir sér utan af kanti en boltinn fór sömu leið og hjá Pesic. Fyrsta alvöru sókn leiksins kom á 11. mínútu en þá barst boltinn á Bjarna Geir inn í vítateig og hann reyndi hjólhestaspyrna sem var ekki fjarri lagi. Eftir þetta voru eyjamenn nokkuð aðgangsharðir en fyrst spiluðu Atli Jóhannsson og Ulrik Drost vel saman og boltinn barst á Bjarna Geir en hann náði ekki nógu góðu skoti. Skömmu seinna spiluðu Atli Jóhannson og Pétur Runólfsson vel saman og boltinn var gefin á Drost en hann var of lengi að athafna sig og varnarmenn ÍA nógu að loka á hann. Eftir þetta brunuðu skagamenn fram völlinn og boltinn barst inn í teig en Hrafn varði vel skalla Ellert Jóns í slá, síðan fær Hjörtur Hjartarson dauðafæri en skýtur framhjá. Skagamenn virkuðu sterkir á þessum tíma og Pálmi Haraldsson átti góða sendingu fyrir en Matt Garner bjargaði vel, en á þessu tíma lá mark skagamanna í loftinu. Eyjamenn girtu sig í brók og náðu góðum tökum á leiknum og Ulrik Drost var tvívegis nálægt því að skora en fyrst átti hann skot rétt framhjá og síðan skallaði hann framhjá eftir aukaspyrnu Atla Jóhannsonar. Á 32. mínútu dró síðan til tíðinda en þá átti Atli frábæra sendingu inn fyrir vörn ÍA beint á Ulrik Drost sem skoraði örugglega framhjá Bjarka Guðmundssyni í markinu. Atli Jóhannsson var allt í öllu hjá eyjamönnum á þessum tíma og skömmu síðar átti hann góða sendingu á Andra Ólafsson sem hitti boltann illa. Það er víst komin hefð á glæsimörk á Hásteinsvelli og eitt af mörkum sumarsins leit dagsins ljós á 42. mínútu en þá lék Atli glæsilega á varnarmann ÍA við vítateigshornið og lét síðan vaða og smurði boltanum efst í markhornið, frábært mark og Bjarki Guðmundsson í marki ÍA átti ekki möguleika. Staðan 2-0 í hálfleik og heimamenn bara nokkuð sáttir við það.

Seinni hálfleikur var ekki nærri því eins fjörugur og sá fyrri en skagamenn gerðu fljótlega þrjár breytingar á sínu liði og reyndu þeir að setja fljótari menn í framlínuna en vörn eyjamanna gaf eftir sem áður fá færi á sér. Lítið var um færi fyrstu mínútur seinni hálfleiksins og það var ekki fyrr en á 74. mínútu sem almennilegt fært leit ljós en þá kom sending inn fyrir vörn skagamanna og Bjarki Guðmundsson kom úr markinu og skallaði boltann frá en boltinn fór beint til Atla Jóhannsonar sem lét vaða á tómt markið en boltinn fór rétt framhjá. Eftir þetta fóru skagamenn að færa sig upp á skaftið og sköpuðu sér nokkuð hálffæri en Ellert Jón átti skalla framhjá í góðu færi og Hafþór Ægir fékk góða sendingu en skot hans var máttlaust. Á þessum tíma voru eyjamenn ekki í miklum sóknarhug og reyndu að halda fengnum hlut. Á 88. mínútu dró til tíðinda en þá braut Andri Ólafsson af sér og fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikað af velli. Bjarni Guðjónsson tók aukaspyrnuna og sendi góða sendingu inn á teig eyjamanna og boltinn barst til Árna Thors Guðmundssonar sem átti ekki í erfiðleikum með að skora. Eftir þetta hljóp mikið kapp í skagamenn sem gerðu hvað þeir gátu til að jafna og fengu hálffæri en tókst ekki að skora og eyjamenn fögnuðu innilega í leikslok.

Framfarir í leik eyjamanna eru augljósar eftir því sem líður á mótið og liðið var að spila vel í þessum leik. Vörn liðsins var mjög traust með Páll Hjarðar fremstan í flokki og Hrafn stóð sína vakt í markinu af prýði. Miðja eyjamanna var traust og stóð Andrew Mwesinga sig sérlega vel sem afturliggjandi miðjumaður en munurinn á þessum liðum í dag var einfaldlega Atli Jóhannsson sem var óstöðvandi í þessum leik, hann var bæði að vinna boltan og skapa með frábærum sendingum og kórónaði leik sinn með frábæru marki. Ulrik Drost var síðan einn frammi hjá eyjamönnum og var duglegur í erfiðu hlutverki. Skagamenn byrjuðu leikinn vel og sköpuðu sér færi en eftir mark eyjamanna var eins og allt sjálfstraust þeirra gufaði upp. Vörn skagamanna hefur nokkuð verið gagnrýnd í sumar en stóð sig ágætlega í dag. Miðjuspil og kantspil skagamanna var lítið og ollu leikmenn eins og Bjarni og Þórður Guðjónssynir nokkrum vonbrigðum verða þeir að skapa meira ef sumarið á ekki að enda illa hjá skagamönnum. Arnar Gunnlaugsson byrjaði ágætlega í sókn skagamanna en dagaði hreinlega uppi þegar á leikinn leið. Skagamenn hafa oft farið langt á baráttunni og viljanum en í dag vantaði eitthvað upp á það hjá þeim og hlýtur það að vera áhyggjuefni. Það er ekki hægt að fjalla um þennan leik án þess að minnast á áhorfendur en nokkur fjöldi skagamanna fylgdi sínu liði og þeir ásamt nokkrum fjölda heimamanna spilu á trommur og skemmtu sér konunglega allan leikinn og er langt síðan svo góð stemming hefur verið á Hásteinsvelli og það sást greinilega í dag af hverju áhorfendur skagamanna voru verðlaunaðir af KSÍ.

Landsbankadeildin:

Hásteinsvöllur fimmtudaginn 22. júni 2006 kl. 19:15.

Lið: ÍBV-ÍA

Lokatölur: 2-1

Hálfleikstölur: 2-0

Aðstæður: Völlurinn í frábæru standi

Veður: Ágætisveður, smávindur.

Áhorfendur: 450-550 (verulega góð stemming á vellinum)

Skemmtanagildi á skalanum 1-10: 8

Maður leiksins: Atli Jóhannsson

Frammistaða dómara á skalanum 1-10: 6 (Garðar Örn Hinriksson)

ÍBV ÍA


Byrjunarlið

1. Hrafn Davíðsson(M)

2. Andrew Mwesigwa

4. Jonah Long

6. Andri Ólafsson

7. Atli Jóhannsson

9. Pétur Runólfsson

11. Chris Vorenkamp

14. Bjarni Geir Viðarsson

18. Anton Bjarnason

21. Páll Hjarðar (F)

24. Ulrik Drost

Varamenn

5. Thomas Lundbye

8. Sævar Eyjólfsson

16. Bjarni Rúnar Einarsson

18. Anton Bjarnason

20. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

23. Ingi Rafn Ingibergsson

25. Guðjón Magnússon (M)

Mörk

32. mín, Ulrik Drost (1-0)

42. mín, Atli Jóhannson (2-0)

Skiptingar

76. mín. Anton Bjarnason fyrir Pétur Runólfsson

90. mín. Bjarni Hólm Aðalsteinsson fyrir Ulrik Drost

Spjöld

9. mín, Andrew Mwesinga, gult

27. mín. Páll Hjarðar, gult

71 mín Andri Ólafsson, gult

88. mín, Andri Ólafsson, rautt

90. mín. Atli Jóhannsson, gult

Hornspyrnur: 1

Byrjunarlið

1. Bjarki Freyr Guðmundsson (M)

4. Bjarni Guðjónsson (F)

5. Ellert Jón Björnsson

8. Pálmi Haraldsson

9. Hjörtur Hjartarson

13. Arnar Gunnlaugsson

17. Guðmundur Guðjónsson

18. Guðjón Sveinsson

19. Heimir Einarsson

21. Igor Pesic

25. Árni Thor Guðmundsson

Varamenn

2. Kristinn Röðulsson

10. Þórður Guðjónsson

12. Páll Gísli Jónsson (M)

14. Jón Vilhelm Ákason

15. Arnar Már Guðjónsson

20. Andri Júlíusson

27. Hafþór Ægir Vilhjálmsson

Mörk

89. mín. Árni Guðmundsson (2-1)

Skiptingar

45. mín. Hafþór Ægir Vilhjálmsson

fyrir Pálma Haraldsson

54. mín. Þórður Guðjónsson fyrir Hjört Hjartarson

59. mín. Andri Júlíusson fyrir Arnar Gunnlaugsson

Spjöld

39 mín. Igor Pesic, gult

84. mín. Bjarni Guðjónsson, gult

Hornspyrnur: 0