Fótbolti - ÆTLAR ÞÚ AÐ MÆTA Á VÖLLINN Á LAUGARDAG ?

08.jún.2006  14:43

Það er alltaf um stórleik að ræða þegar KR-ingar mæta til Eyja og ljóst að ekki er undantekning í ár. Leikir liðanna eru ávallt miklir baráttuleikir og er ástæðulaust að búast við því að leikurinn á laugardag beri annan keim. Bjarnólfur Lárusson leikur sem kunnugt er með þeim KR-ingum og þeir unnu góðan sigur í 5. umferð þegar þeir tóku 3 stig af Blikum í hörkuleik þar sem þeir voru 1-2 undir. ÍBV gerði 0-0 jafntefli í Grindavík í ágætum leik í 5. umferðinni og það virðist hafa tekist að stoppa í lekann í varnarleiknum.

Um helgina er sjómannadagurinn og má vænta þess að það verði góð mæting á Hásteinsvöll, bæði frá Eyjamönnum og KR-ingum, sem jafnan mæta með hóp stuðningsmanna til Eyja.

Allir Eyjamenn eru hvattir til að mæta á Hásteinsvöll n.k. laugardag og hvetja strákana okkar til dáða, því hvert stig er dýrmætt og 3 stig væru afar kærkomin út úr þessum leik.

Leikurinn hefst kl. 16 og dómari er Ólafur Ragnarsson.

Allir á völlinn, áfram ÍBV !