Eyjamenn sækja Grindvíkinga heim á annan í hvítasunnu í 5. umferð Landsbankadeildar karla. Fyrstu 4 umferðirnar hafa reynst ÍBV fremur rýrar stigalega og situr liðið í næstneðsta sæti með aðeins stigin 3 sem þeir tóku af Keflvíkingum í Eyjum í 1. umferðinni. Síðan hafa tapast leikir gegn Breiðablik í Kópavogi 1-4 og heimaleikir gegn Val 0-3 og Víking 0-1. Það er því nokkuð ljóst hvert markmiðið í Grindavik verður, en það eru 3 stig í safnið og bros á vör í leikslok.
Þeir Matt Garner og Ulrik Drost eru komnir með leikheimild og getur Guðlaugur þjálfari teflt þeim fram annað kvöld og eins og áhorfendur sáu í síðasta leik að þá er Andri Ólafs að koma til baka eftir erfið meiðsli.
Leikurinn á morgun hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn á fastalandinu hvattir til að renna til Grindavíkur og láta í sér heyra. Það þarf á öllum mögulegum stuðningi að halda til að auka likurnar á 3 stigum í hús.
Dómari leiksins á morgun er Egill Már Markússon.
Aðrir leikir í 5. umferð Landsbankadeildarinnar á morgun eru leikir Víkings og Vals, ÍA og Fylkis kl. 19:15 og FH-ingar leika kl. 20 gegn Keflvíkingum í Kaplakrika í sjónvarpsleik umferðarinnar. Á mánudag leika svo KR-ingar við Breiðablik.