Í kvöld kl. 19:15 verður flautað til leiks ÍBV og Vals á Hásteinsvelli. Þetta er 3. leikur ÍBV í Landsbankadeildinni þar sem liðið hefur áður lagt Keflavík að velli og tapað illa í Kópavogi gegn Breiðablik. Í kvöld mæta Valsmenn, sem eru stigalausir, og þeir staðráðnir að fara að standa undir miklum væntingum sem gerðar eru til Hlíðarendastrákanna.
Eru allir Eyjamenn hvattir til að mæta með góða skapið á völlinn í kvöld og hvetja okkar stráka til dáða. Eitthvað af stuðningsmönnum munu fylgja Valsmönnum til Eyja, svo það er eins gott að láta þá þurfa að hafa fyrir því, ætli þeir að láta í sér heyra.
Í kvöld koma 2 leikmenn ÍBV til baka úr leikbanni, þeir Chris Vorenkamp og Ingi Rafn Ingibergsson, en þegar þetta er skrifað er ekki búið að gera byrjunarlið kunnugt svo það kemur í ljós á Hásteinsvelli hvert hlutverk þeirra verður í kvöld.
Dómari leiksins í kvöld er Magnús Þórisson
Allir á völlinn - Áfram ÍBV !