Fótbolti - Tilkynning

18.maí.2006  17:09

Knattspyrnuráð karla ÍBV fagnar þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að ætla að ráðast í byggingu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum. Hús þetta á eftir að verða lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun, og viðgang
hennar, í Eyjum, sér í lagi fyrir yngri kynslóðina og mun tryggja þeim sambærilegar aðstæður og eru í boði í þeim bæjarfélögum sem við berum okkur saman við. Þetta leiðir af sér að við verðum betur samkeppnishæf á knattspyrnusviðinu og munum væntanlega skila upp öflugri og betri leikmönnum félaginu og byggðarlaginu til mikils sóma.

Því má heldur ekki gleyma að svona hús getur nýst til margra annarra nota en til knattspyrnuiðkunnar.

Virðingarfyllst

knattspyrnudeild karla ÍBV
áfram ÍBV - alltaf alls staðar