Hafsteinn Gunnarsson skrifar frá Hásteinsvelli..
Það var nokkur spenningur á Hásteinsvelli fyrir fyrsta leik sumarins enda eru eyjamenn eins og svo oft áður óskrifað blað fyrir mót en þó telja menn að liðið sé í betra standi núna heldur en á sama tíma í fyrra. Chris Vorenkamp og Ingi Ingibergsson eru í leikbanni og Andri Ólafsson er meiddur hjá eyjamönnum og einnig er Bjarni Hólm varamaður enda hann nýstiginn upp úr meiðslum. Keflavík er spá ágætu gengi í sumar og þeir spiluðu til úrslita í deildarbikarnum. Hjá þeim er Guðmundur Steinarsson í leikbanni og Kenneth Gustafsson er meiddur og mun Keflvíkingar án efa sakna Guðmundar Steinarssonar en hann fór einmitt illa með eyjamenn í leika liðanna á síðasta tímabili.
Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað en án þess þó að liðin næðu almennilegu spili og fátt var um færi enda voru varnir liðanna sterkar. Eyjamenn voru aðeins sterkari í upphafi en uppskeran var þó rýr aðeins tvö hálffæri en fyrst átti Jonah Long skot framhjá og síðan skapaðist hætta við mark Keflavíkur þegar Guðmundur Mete skallaði frá marki en boltinn fór í Thomas Lundbye og þaðan framhjá markinu. Á 18. mín. fengu eyjamenn horn og Atli Jóhannsson sendi góða sendingu fyrir mark Keflavíkur og þar var Bo Henriksen mættur og skallaði rétt yfir markið. Á 20. mín. dró til tíðinda en þá átti Severino góða sendingu í gegnum vörn eyjamanna og þar var mættur Símun Samuelsen og skoraði örugglega fram hjá Hrafni í marki ÍBV, vel að verki staðið hjá þeim félögum en vörn ÍBV svaf illa á verðinum og greinilegt að samskipti manna brugðust aðeins. Við þetta lifnaði aðeins yfir eyjamönnum og Sævar Eyjólfsson átti skalla á mark Keflavíkur en Ómar Jóhannsson greip örugglega. Á 31. mínútu dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu en aðdragandi þess var þannig að bolti barst inn í vítateig Keflvíkinga og fór í hönd varnarmanns en þaðan barst boltinn til Sævar Eyjólfssonar sem var í færi en náði ekki að skora vegna þess að varnarmaður Keflvíkinga truflaði hann. En vítaspyrna var dæmt og líklega var það á vegna þess að boltinn fór í hönd varnarmanns úr vítaspyrnunni skoraði Bo Henriksen. Eftir þetta gerðist fátt markverk fram að leikhléi og í hálfleik var staðan því jöfn.
Í seinni hálfleik voru eyjamenn nokkuð betri og fengu flest færi sem orð var á gerandi. Atli Jóhannsson átti aukaspyrnu sem Ómar Jóhannsson greip nokkuð örugglega. Sævar Eyjólfsson átti skot sem vararmenn blokkuðu en boltinn barst til Atla Jóhannssonar sem átti slæma sendingu fyrir markið. Á 59. mín. skallaði Bjarni Geir yfir mark Keflavíkur eftir aukaspyrnu en varnarmenn Keflavíkur gerðu vel í að trufla hann. Besta sókn eyjamanna kom á 64. mín en þá átti Atli Jóhannsson sendi góða sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur á Sævar Eyjólfsson sem sneri á varnarmann og komst í gott færi en skaut hátt yfir og var verulega illa farið með gott færi. Keflvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins og gerðu harða atlögu að marki eyjamanna eftir horn en Hrafn Daviðsson greip boltann eftir að hann hafði skoppað milli manna í teignum. Eyjamenn fengu síðan horn á 72. mínútu og Atli Jóhannsson sendi hættulega sendingu fyrir mark Keflvíkinga og þar reis Páll Hjarðar hæst allra og skallaði boltann í netið. Reyndar voru menn í blaðamannastúkunni ekki alveg vissir um hvort Páll hefði snert boltan og sumir viltu meina að hornið frá Atla hefði farið beint í markið, en þegar menn sáu hversu ósvikin fagnaðarlæti Páls voru þótti ráðlegt að skrifa markið á hann. Eftir þetta fóru eyjamenn að draga saman seglin og einbeittu sér að því að halda fengnum hlut og skipu varnarsinnuðum mönnum inn á til að loka svæðum og drepa leikinn niður. Keflvíkingar reynda hvað þeir gátu til að jafna en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi fyrr en á síðustu andartökum leiksins. Þá kom sending inn á vítateig eyjamanna og virtist Jonah Long hafa nægan tíma til að hreinsa en hann hélt greinilega að sóknarmaður Keflvíkinga væri nær og hreinsaði beint á næsta sóknarmann sem þakkaði fyrir sig með því að senda boltann rakleitt fyrir markið og þar kom Baldur Sigurðsson en skaut yfir markið í dauðafæri. Þarna voru eyjamenn heppnir en Baldur var klaufi að gera ekki betur. Mönnum létti síðan mikið þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka og fyrsti sigur sumarsins var staðreynd.
Í heildina séð var margt jákvætt við leik eyjamanna en vörn liðsins var nokkuð traust og var gaman að sjá Andrew Mwesigwa frá Úganda í leik en hann stóð sig með ágætum og náði hann og Páll Hjarðar vel saman og voru traustir. Bakverðir liðsins voru einnig trausti en Jonah Long er verulega góður leikmaður og á hinum vængnum byrjaði Anton Bjarnason en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og tók Davíð Egilsson stöðu hans og stóð fyrir sínu. Miðjan var traust en eitthvað vantaði upp á spilið fram á við en það kemur væntanlega með fleiri leikjum. Frammi var síðan Bo Henriksen lét hafa nokkuð fyrir sér og á væntanlega eftir að nýtast eyjamönnum vel í sumar en hann heldur boltanum vel og kemur honum í spil. Keflvíkingar ollu nokkrum vonbrigðum en í fyrra áttu þeir glimrandi leik hér í eyjum og yfirspiluðu eyjamenn en annað var upp á teningnum í dag og var lítið um spil hjá þeim og reyndu þeir meira langar sendingar fram á við sem ekki báru mikin árangur. Vörnin hjá Keflavík var traust og ekki reyndi mikið á Ómar í markinu en miðjan var á löngum köflum týnd og framlínan fékk ekki úr miklu að moða en greinilegt var að Keflavík saknaði Guðmundar Steinarssonar en hann er þeirra hættulegasti maður og það hlýtur að vera nokkuð áhyggjuefni að liðið skuli ekki hafa spilað betur. En í heildina sé var sigur eyjamann sanngjarn og vona eyjamenn að þetta sé fyrirboði á góðu sumri.
Landsbankadeildin:
Hásteinsvöllur sunnudaginn 14. maí 2006 kl. 16:00.
Lið: ÍBV-Keflavík
Lokatölur : 2-1
Hálfleikstölur: 1-1
Aðstæður: Völlurinn í frábæru standi
Veður: Sólríkt og ágætlega hlýtt.
Áhorfendur: 450-550
Skemmtanagildi á skalanum 1-10: 7
Maður leiksins: Páll Þorvaldur Hjarðar
Frammistaða dómara á skalanum 1-10: 7 (Garðar Örn Hinriksson)
ÍBV
Byrjunarlið
1. Hrafn Davíðsson(M)
2. Andrew Mwesigwa
4. Jonah Long
5. Thomas Lyngbye
7. Atli Jóhannsson
8. Sævar Eyjólfsson
10. Bo Henriksen
14. Bjarni Geir Viðarsson
16. Bjarni Rúnar Einarsson
18. Anton Bjarnason
21. Páll Hjarðar
Varamenn
9. Pétur Runólfsson
15. Sindri Viðarsson
19. Egill Jóhannsson
20 Bjarni Hólm Aðalsteinsson
22. Davíð Egilsson
25. Guðjón Magnússon (M)
26. Hafþór Jónsson
Mörk
32. mín. Bo Henriksen ( 1-1 )
72. mín. Páll Hjarðar ( 2-1 )
Skiptingar
41. mín. Davíð Egilsson fyrir Anton Bjarnason
75. mín. Pétur Runólfsson fyrir Bjarna Rúnar Einarsson
80. mín. Bjarni Hólm Aðalsteinsson fyrir Sævar Eyjólfsson
Spjöld
83. mín Bo Henriksen, gult
Hornspyrnur : 4
Keflavík
Byrjunarlið
1. Ómar Jóhannsson (M)
2. Guðmundur Viðar Mete
3. Guðjón Árni Antoníusson
5. Jónas Guðni Sævarsson
6. Badui Farah
7. Hólmar Örn Rúnarsson
10. Símun Eiler Samuelson
11. Baldur Sigurðsson
17. Magnús Sverrir Þorsteinsson
21. Geoff Miles
27. Daniel Severino
Varamenn
12. Magnús Þormar (M)
14. Þorsteinn Atli Georgsson
15. Ólafur Þór Berry
18. Issa Kadir
20. Þórarinn Kristjánsson
23. Branislav Milicevic
29. Stefán Örn Arnarson
Mörk
20. mín. Símun Eiler Samuelsson (0-1)
Skiptingar
67. mín. Þórarinn Kristjánsson fyrir Magnús Þorsteinsson
86. mín. Stefán Örn Arnarson fyrir Jónas Guðna Sævarsson
89. mín. Branislav Milicevic fyrir Geoff Miles
Spjöld
48. mín. Geoff Miles, gult
59. mín. Badui Farah
71. mín. Baldur Sigurðsson
Hornspyrnur : 5