Fótbolti - 3-2 sigur á Þrótti

06.maí.2006  18:05

Ingi Rafn, Jonah og Chris skoruðu mörk okkar í dag gegn lærisveinum Atla Eðvaldssonar í Reykjavíkur Þrótti. Leikurinn fór fram á Helgafellsvelli að viðstöddum ágætum fjölda áhorfenda sennilega á 3ja hundraðið og vaf ánægjulegt að sjá fólk mæta ti að berja mikið breytt ÍBV-lið augum. Byrjunarlið ÍBV var þannig skipað:

Guðjón

Jonah, Davíð, Andrew, Anton

Thomas, Atli, Chris, Bjarni Rúnar

Ingi, Sævar

Inná komu Sindri, Egill, Bjarni Hólm og Pétur Run. Adólf og Kolbeinn varamarkvörður komu ekki inná: Fjarverandi í dag voru; Palli, Bjarni Geir, Krummi, Bo, Arilíus, Matt

Þetta er svona það sem ég man vona að ég gleymi engum. Gaman var að sjá Birki Pálsson og Magnús Má í liði Þróttara en þeir hafa auðvitað báðir spilað í ÍBV treyjunni - Finnst rétt í lokin að þakka Atla Eðvalds fyrir að hafa komið með lærisveina sína hingað til Eyja í þennan leik en það er ekki orðið auðvelt að fá lið til að kíkja hingað í æfingaleiki - Bestu þakkir Þróttarar og megi ykkur vegna vel í sumar