Fótbolti - Tap gegn Keflvíkingum í deildarbikarnum
29.apr.2006 09:37
Okkar strákar lutu í gras í gærkvöldi í framlengdum leik gegn Keflvíkingum 1-2 eftir að við höfðum náð forustunni með ágætu marki Bo Henrikssen. Okkar menn voru betri framan af og verðskulduðu alla vega eins marks forskot í hálfleik en þegar leið á seinni hálfleik náð Keflvíkingar tökum á leiknum og náðu að jafna er okkar menn urðu svo ólánssamir að gera sjálfsmark. Jafnt var eftir 90 mínútna leik og varð því að framlengja leikinn og það var svo Guðmundur Steinarsson sem skoraði sigurmark Keflvíkinga í fyrra hluta framlengingarinnar og þar við sat.
ÍBV liðið verður í Eyjum um næstu helgi og er stefnt á æfingaleik við lið ofan af landi svona svo að Eyjamenn fái nú alla vega einn æfingaleik á heimavelli áður en að sjálf Landsbankadeildin hefst.
Nýji danski leikmaðurinn okkar Thomas Lundbye kemur til landsins á mánudaginn og Andrew Mwesigwa lendir á morgun þannig að leikmenn eru flestir að vera komnir til landsins.