Fótbolti - Til hamingju með afmælið

11.apr.2006  18:29

Nú er verið að leggja lokahönd á dagatal knattspyrnudeildar karla í fótbolta. Dagatalið á að koma út um mánaðarmótin og innihalda dagsetningar á leikjum í sumar og fleiru skemmtilegu. Tilil að gera dagatalið en eigulegra bjóðum við fólki að koma afmælisdögum á framfæri á dagatalinu - færslan kostar kr. 500 og kemur þá nafn þitt og fæðingarár fram á viðkomandi mánaðardegi, fjölskyldur geta komið sínu á framfæri fyrir kr.1500 þ.e.a.s. fjölskylda borgar ekki meira en 1500 krónur þó svo að heimilismeðlimir séu 10 að meðtöldum gullfiskinum og kettinum. Dagatalið verður í A-3 stærð og mun einnig innihalda myndir af ÍBV-leikmönnum við hvern mánuð. Hver er þinn afmælisdagur? Þetta er að sjálfsögðu opið fyrir stuðningsmenn ÍBV um allan heim

Áhugasamir geta sett sig í samband við Oddnýju inn í Týsheimili í síma 481 2060 eða 693 1597 eða bara mætt inn í Týsheimili og gengið frá þessu á staðnum.