Eins og flestir vita þá ákvað stjórn knattspyrnudeildar karla eftir miklar vangaveltur að selja Ian Jeffs til Örebro SK í Svíþjóð í síðustu viku. Ian hefur verið hjá okkur síðustu 3 tímabil en hann og Tom Betts voru fyrstu 2 leikmennirnir sem við fengum í gegnum samstarf ÍBV og Crewe Alexandra, fyrst kom Jeffsy hingað á leigu en kom svo alkominn þegar að hann yfirgaf félagið. Hann heldur til Svíþjóðar á morgun til liðs við hina nýju félaga sína.
Hann kom hérna í prentsmiðjuna í morgun og bað mig að koma eftir farandi á framfæri sem og ég lofaði að gera:
I just want to thank IBV, the club, the supporters and everyone involved for 3 great years! that I will never forget!
It has been a great experience, and I'm looking forward to the next step in my career. I want to thank the club for not standing in my way.
It means a great deal to me that they let me take this chance and hopefully i can return to the club one day in the future!
Thanks for everything and afram IBV
Best wishes - Ian Jeffs
Við óskum Jeffsy alls hins besta á nýjum slóðum og vonumst til að sjá hann aftur í okkar fallega búningi í framtíðinni.