Fótbolti - Faxaflóamót byrjar hjá yngri flokkum í fótbolta

21.mar.2006  13:36

Faxaflóamót KSÍ er nú byrjað á fullum krafti. 3.flokkur karla spilaði á föstudaginn við Hauka og endaði sá leikur 1-1. Á laugardag fóru báðir 4.flokkarnir upp á land og spilaði 4.flokkur karla við sameiginlegt lið Víðis Garði og Reynis í Sandgerði. A-liðið tapaði 7-5 eftir að hafa verið 4-0 undir í hálfleik en menn tóku sig verulega saman í hálfleik og náðu að minnka muninn. B-liðið vann hins vegar sinn leik nokkuð sannfærandi endaði hann 11-4!!

Á sunnudeginum spiluðu drengirnir við Hauka á Ásvöllum og tapaði A-liðið 6-1 og eru það fullstórar tölur miðað við gang leiksins en eyjamenn brendu meðal annars af vítaspyrnu. B-liðið vann sinn leik 4-1 og spiluðu mjög vel. Miðað við fyrstu leiki vetrarins þá var þetta bara nokkuð fínt en það þarf greinilega að fara yfir ýmsa hluti.

4.flokks stúlkur spiluðu við FH-stúlkur og töpuðu 8-1 en þarna voru flestar stelpurnar á yngra ári og því að spila í fyrsta skiptið á stórum velli. Á sunnudeginum var tap gegn Breiðablik 2-0 og stóðuð þær sig miklu betur en í fyrri leiknum. Eins og hjá strákunum var greinilegt að spilleysi hrjáir hópinn en það kemur allt saman og eiga þær mikið eftir ólært.