Knattspyrnuráð kvenna er í samningaviðræðum við nokkra útlendinga sem eru tilbúnar að koma til Eyja að spila fótbolta, aðeins er eftir að undirrita samningana. En þar sem við viljum ekki nota eingöngu útlendinga og okkur vantar eyjastelpur eða stelpur ofan af landi, þá fórum við í viðræður við umf.Selfoss og fengum mjög góðar viðtökur næsta skref er að leggja tillögu fram á aðalfundi ÍBV um heimild til að koma á þessu samstarfi , væntanlega mun liðið þá heita ÍBV-Selfoss.
Þegar við í knattspyrnuráðinu lögðum upp í haust voru okkur gefin loforð af eyjastelpum að þær yrðu með, en það hefur því miður ekki staðist. Annar flokkur er ansi lítill vægast sagt, og meistaraflokkur er ekki vel staddur heldur. Eftir þrjú ár eru hins vegar stór hópur kominn með aldur fyrir meistaraflokk en brúa þarf bilið þangað til, annað hvort með samstarfi eða að kaupa mikið af erlendum leikmönnum.
En einnig hafa heyrst raddir um að leggja bara niður meistara og 2. flokk, það finnst okkur illur kostur og viljum við því frekar láta reyna á samstaf við Selfoss.
Knattspyrnuráð kvenna