Æfingaleikur var við Hauka á Ásvöllum í gær leikurinn var ekki rismikill lengstum en svo fór að lokum að við sigruðum með marki frá Antoni Bjarnasyni, Anton virðist hafa fundið markaskóna sína sem hann týndi í fyrra.
Allir sem ég hef talað við segja að Chris Varenkamp hafi verið óumdeilanlega maður leiksins - Hann virðist því koma til baka í hörkuformi og er það hið besta mál og vonandi að hann verði í gírnum áfram. Chris hefur verið duglegur á gönguskíðunum í vetur en da verið nokkuð um snjóa þar sem hann býr í Norður - Ameríku. Ryan Martin lék þarna í fyrsta sinn með liðinu og stóð sig þokkalega, en hann verður skoðaður nánar á næstu dögum
Það kom upp núna í vikunni að David Maier kemur upp til landsins sökum meiðsla, þarf að hvíla í 6 til 8 vikur í viðbót, en í hans stað er væntanlegur til landsins leikmaður að nafni Jonah Long, sem lék núna síðast í Ástralíu, en það kemst vonandi á hreint í kvöld hvenær hann kemur.
Liðið var svona skipað í gærkvöldi
Gaui
Bjarni G - Davíð - Palli - Anton
Chris
BjarniR - Atli
Alli-Ryan
Sævar
Leikkerfi
4-3-3 / 4-5-1
Laugi says:
Dolli kom inn eftir 20 mín. Valdi í hálfleik.