Meistaraflokkur karla leikur æfingaleik gegn Stjörnuinni í kvöld á heimavelli þeirra Garðbæinga. Leikurinn hefst kl. 17.30 fyrir áhugasama.
En eru menn undir smásjá hjá okkur en þeirra staða fer að skýrast. Þetta er síðasti æfingaleikur fyrir deildarbikarinn sem hefst á sunnudag með leik gegn Blikum.
Í kvöld munu spila með okkur allavega 3 strákar sem eru að reyna fyrir sér og hafa áhuga á að reyna að komast að hjá okkur. Ingi Rafn og Sævar og svo mun í dag mæta eitt nafn í viðbót til leiks og spila annan hálfleikinn en ég veit því miður bara ekki nafnið á þeim peyja.
En er unnið í málum með erlenda leikmenn og það lítur út fyrir að þau mál verði komin á hreint á næstu 2 vikum og munum við upp frá því væntanlega hafa hópinn nánast fullmótaðann. Mikið hefur verið í umræðunni að Mark Schulte sé að koma en af því verður ekki að sinni því hann hefur skrifað undir samning við Montevideo Wanderers í Úrúgvæ og óskum vð honum alls hins besta þar.