2 aðrir æfingaleikir framundan
Strákarnir léku fyrsta æfingaleik þessa árs í gærkvöldi í Egilshöllinni þar sem þeir unnu ÍR-inga 3-2 eftir að hafa lent undir 0-2 á fyrstu 20 mínútunum. Síðan réttu menn nú aðeins úr kútnum og náðu að skora þrjú mörk eins og áður sagði.
Lið ÍBV var þannig skipað:
Krummi
Davíð E - Bjarni H - Palli - Ingi Rafn
Alli Matt - Andri - Bjarni G - Bjarni R
Atli - Binni
Andri spilaði í 7 mín og Sæþór kom inná fyrir hann og fór í bakv. en Davíð inn á miðju
Birkir Páls, seyðfirðingur og fyrrum ÍBV-ari kom inn á í hálfleik
Þar sem um fáa skiptimenn var að ræða var róterað með þann eina sem eftir var og er ótrúelgt að segja frá því að Gaui markmaður spilaði frammi síðustu 30 mínúturnar.
Markaskorar voru: Alli Matt - Ingi Rafn og Binni
Ingi Rafn er strákur frá Selfossi sem er að æfa með okkur með það í huga að komast á samning hjá okkur. Bibba Páls könnumst við nú flest við en hann hefur verið með öðru hvoru í haust og vetur.Eins og sjá má á upptalningunni hér að ofan voru engir peyjar sem eru staðsettir í Eyjum með í þessum leik.
Næstu leikir eru:
28. janúar Keflavík í Reykjaneshöllinni
2. febrúar Grindavík á Stjörnuvellinum, held ég