Fótbolti - Andri, Bjarni Hólm og Krummi í æfingahóp U-21

13.jan.2006  16:11
Ísland mun taka þátt í forkeppni EM U-21 2007
Verið var að tilkynna æfingahóp U-21 liðsins fyrir baráttuna sem er framundan. Þeir félagar Krummi, Bjarni Hólm og Andri Ólafs eru valdir aftur til æfinga. Þessi törn er svolítið sérstök hjá U-21 liðinu núna, en skýringin er ekki langt undan en hana má lesa hér að neðan.
U21 landslið karla mun taka þátt í forkeppni fyrir Evrópumót U21 landsliða 2007. Dregið verður í þessa forkeppni 27. janúar .
Nánar um dráttinn og keppnina: http://www.ksi.is/landslid/nr/3984
U21 landsliðið leikur 2 leiki, heima og heiman, í þessari forkeppni og skal þeim lokið fyrir 30. júlí í sumar. Svo gæti farið að fyrri leikurinn í forkeppninni verði 1. mars og er því nauðsynlegt að U21 mæti til æfinga í janúar og febrúar.
Æfingar eru ráðgerðar 21. og 22. janúar og svo er gert ráð fyrir að liðið æfi helgina 11. og 12. febrúar.
Nóg framundan við fylgjumst með - Áfram Ísland