Hinn ungi, knái, og sumir segja myndarlegi, leikmaður 2. flokks Anton Bjarnason skrifaði í dag undir 3ja ára samning við ÍBV. Anton fékk smjörþefinn af meistaraflokksboltanum síðasta sumar og veit því til hvers er ætlast til af honum og hvað þarf að leggja á sig til þess að ná árangri í þeim heimi sem hann er að stíga núna inn í.
Við óskum Antoni til hamingju með samninginn og vonumst til þess að fá að njóta krafta hans um lengri tíma
Stigið verður í vænginn við fleiri unga menn á næstu dögum og vonandi klárast þau mál fyrir mánaðarmót.
Við erum einnig í viðræðum við 2 íslenska leikmenn og skýrist það vonandi fljótlega. Erlendir leikmenn eru einnig á teikniborðinu og erum við að skoða þau mál gaumgæfilega en þegar eru komnir leikmenn sem hafa áhuga á að koma hingað á eigin vegum eftir áramót með það að leiðarljósi að fá samning, en það skýrist síðar og þá væntanlega líka hvort einhver pláss verða laus í hópnum fyrir þá.