Stórleikur vertíðarinnar verður í Árbænum á laugardag og er ekki úr vegi að við Eyjamenn fjölmennum nú á völlinn á höfuðborgarsvæðinu og hvetjum okkar menn til dáða 1, 2 og 3. Nú er um að gera að taka með sér alla þá er tengsl hafa til Eyja klæða þá í hvítt og draga þá með upp í hæðirnar fyrir ofan Reykjavík. Ekki hefur en verið ákveðið hvort menn hittast á einhverjum stað fyrir leik en við látum vita um leið og eitthvað gerist í því.
Takið nú laugardaginn frá fyrir strákana og fjölmennið í Árbæinn allir sem vettlingi geta valdið og ........
Liðið er allt komið til Reykjavíkur þegar þetta er skrifað og æfir þar undir dyggri stjórn Guðlaugs Baldurssonar þjálfara og kennara og er hugur í mönnum. Í kvöld munu strákarnir koma saman og horfa á meistaradeildina, snæða ljúffenga rétti frá Nings og fara með gamanmál.
Áfram ÍBV alltaf alls staðar