Hafsteinn Gunnarsson skrifar frá Hásteinsvelli
Eyjamenn hafa spilað vel á heimavelli undanfarið og mæta væntanlega fullir sjálfstraust í leikinn. Reynar hafa þeir misst Rune Lind og Pétur Óskar Sigurðsson sem er slæmt fyrir fallbaráttuna sem framundan er. Skagamenn eru í bullandi slag um 3. sætið sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni.
Eyjamenn byrjuðu undan vindinum í fyrri hálfleik og á 1. mínútu slapp Steingrímur í gegn en náði ekki að koma boltanum fyrir markið á samherja. Skagamenn náðu síðan ágætis tökum á leiknum án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Næst komust þeir á 4. mínútu þegar Andrés Vilhjálmsson gaf góða sendingu fyrir en eyjamenn náðu að blokka skot skagamanna. Sigurður Ragnar komst síðan í gott færi á 13. mínútu en skot hans fór yfir. Eyjamenn náðu að vinna sig inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn. En eyjamenn náðu ekki frekar en skagamenn að skapa sér nein afgerandi færi. Bestu færi þeirra komu ekki eftir gott spil heldur var fremur um tilviljun að ræða, á 10. mínútu elti Atli Jóhannsson lausan boltan sem Páll Gísli markvörður skagamanna reyndi að hreinsa en boltinn hrökk af Atla rétt framhjá markinu. Á 15. mínútu á Hrafn markvörður eyjamanna langt útspark og barst boltinn alla leið inn í teig skagamanna þar sem Páll Gísli gerði vel í slá boltann burt áður en Steingrímur náði til boltans. Það sem eftir lifði hálfleiksins náðu eyjamenn ekki að skapa sér nein færi en tvisvar náðu þeir skotum á mark skagamanna sem hittu ekki markið. Skagamenn höfðu ekki haft sig mikið í frammi seinni hluta hálfleiksins en á 43. mínútu komst Sigurður Ragnar í gegnum vörn eyjamanna en Bjarni Geir tæklaði hann á síðustu stundu og urðu skagamenn brjálaðir við þessa tæklingu og vildu fá vítaspyrnu og séð frá blaðamannastúkunni höfðu þeir eitthvað til síns máls. En fyrri hálfleik lauk án marka og skemmtunar.
Seinni hálfleikur byrjaði frekar rólega og það var ekki fyrr en á 55. mínútu sem eitthvað fór að gerast en þá átti Pétur Runólfsson góða sendingu fyrir markið á Ian Jeffs sem skallaði rétt framhjá. Strax eftir þetta sparkaði Páll Gísli langt frá markinu og eftir misskilning í vörn eyjamanna barst boltinn til Sigurðar Ragnars sem afgreiddi hann örugglega í netið á þess að Hrafn kæmi neinum vörnum við, virkilega vel gert hjá skagamönnum en að sama skapi brást vörn eyjamanna illilega þarna. Atli Jóhannsson átti skot á 59. mínútu sem vörn skagamanna blokkaði og í kjölfarið brunuðu skagamenn fram og komst Sigurður Ragnar auðveldlega í færi en Pétur Runólfsson gerði vel í að elta hann uppi og trufla hann nægjanlega til að færið færi út um þúfur. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en varð lítið ágengt og náðu ekki að skapa sér nein færi og ekki batnaði ástandið þegar þeir Atli Jóhannsson og Ian Jeffs fóru út af vegna meiðsla og eftir það datt allur botn úr sóknarleik liðsins sem hafði þó ekki verið burðugur fram að þessu. Á 86 mínútu fengu skagamenn horn sem sveif í fallegum boga framhjá öllum varnarmönnum og markverði eyjamanna og til Andra Júlíussonar sem átti ekki í erfiðleikum með að skora enda í u.þ.b. 10. cm fjarlægð frá markinu. Vel gert hjá skagamönnum en að sama skapi var vörn eyjamanna úr lagi genginn. Eftir þetta gerðist fátt markvert fyrir utan það að Andri Júlíusson átti gott skot á 88. mínútu sem Hrafn varði vel. Skagamenn fögnuðu síðan vel þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka enda eru þeir enn í þriðja sæti og eiga alla möguleika á evrópusæti en það verður þó háð því að Valur verði bikarmeistari.
Það verður að segjast eins og er að leikur eyjamanna olli miklum vonbrigðum í þessum leik og var erfitt að sjá að liðið væri að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og til marks um það fengu eyjamenn ekkert spjald í þessum leik og er orðið langt síðan það hefur gerst. Allan leikinn átti liðið ekki skot sem hitti á mark skagamanna og er það ekki vænlegt til árangurs. Vörn liðsins var í lagi framan af leik en eftir þvi sem leið á leikinn varð hún óöruggari og gaf of mörg færi á sér og hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir bæði mörk skagamanna. Miðjuspil eyjamanna var ekkert í þessum leik og sést það best á því að liðið fékk í raun ekkert færi í leiknum og voru menn trekk í trekk að klikka í einföldum sendingum og afleiðingum af þessu var það að sóknarmenn eyjamanna fengu ekkert til að vinna með. Í heildina séð var þessi leikur afskaplega dapur og verða eyjamenn að laga nánast allt í sínum leik til að halda sér í deildinni. Skagamenn unnu verðskuldaðan sigur en hann kom þó án neinna stórkostlegra tilþrifa og í raun voru miðjumenn og sóknarmenn skagamanna lítið skárri en eyjamanna en munurinn á liðunum lá í varnarleiknum en þar voru þeir Reynir Leósson og Gunnlaugur Jónsson eins og kóngar í ríki sínu og stigu ekki feilspor í öllum leiknum og gerðu í raun gæfumunin í þessum leik. En í heildina sé var þessi leikur afskaplega dapur og verður ekki erfitt að gleyma honum og hefði undirritaður ekki tekið niður punkta á meðan á leiknum stóð hefðu væntanlega ekki verið mikið sem hefði verið hægt að skrifa niður eftir minni.
Landsbankadeildin:
Hásteinsvöllur sunnudaginn 11. september 2005 kl. 14:00.
Lið: ÍBV-ÍA
Lokatölur: 0-2
Hálfleikstölur: 0-0
Aðstæður: Völlurinn í góðu standi
Veður: Strekkingsvindur úr austri og frekar erfitt að spila fótbolta
Áhorfendur: 300-350
Skemmtanagildi á skalanum 1-10: 4
Maður leiksins: Gunnlaugur Jónsson
Frammistaða dómara á skalanum 1-10: 5(Ólafur Ragnarsson )
ÍBV
Byrjunarlið
12. Hrafn Davíðsson ( M )
2. Páll Þorvaldur Hjarðar
3. Chris Vorenkamp
6. Andri Ólafsson
7. Atli Jóhannsson
8. Ian David Jeffs
9. Pétur Runólfsson
11. Steingrímur Jóhannesson
14. Bjarni Geir Viðarsson
15. Matthew Platt.
27. Heimir Snær Guðmundsson
Varamenn
12. Guðjón Magnússon ( M )
16. Bjarni Rúnar Einarsson
17. Adólf Sigurjónsson
18. Andrew Sam
20. Bjarni Hólm Aðalsteinsson
Mörk
Skiptingar
73. mín. Bjarni Rúnar Einarsson fyrir Atla Jóhannsson
73. mín. Bjarni Hólm Aðalsteinsson fyrir Ian Jeffs.
Spjöld
Hornspyrnur: 5
ÍA
Byrjunarlið
12. Páll Gísli Jónsson (M)
4. Gunnlaugur Jónsson (F)
6. Reynir Leóson
7. Dean Edward Martin
8. Pálmi Haraldsson
10. Sigurður Ragnar Eyjólfsson
11. Kári Steinn Reynisson
18. Guðjón Heiðar Sveinsson
21. Igor Pesic
23. Andrés Vilhjálmsson
25. Helgi Pétur Magnússon
Varamenn
2. Kristinn Darri Röðulsson
14. Jón Wilhelm Ákason
20. Andri Júlíusson
26. Finnbogi Llorens Izaguirre.
30. Guðmundur Hreiðasson
Mörk
56. mín. Sigurður Ragnar Eyjólfsson
86. mín. Andri Júlíusson
Skiptingar
54. mín. Jón Wilhelm Ákason fyrir Igor Pesic
73. mín. Andri Júlíusson fyrir Andrés Vilhjálmsson
85. mín. Finnbogi Llorens Izaguirre fyrir Dean Martin
Spjöld
6. mín. Andrés Vilhjálmsson, gult
35. Guðjón Heiðar Sveinsson, gult
38 Igor Pesic, gult
Hornspyrnur: 4