Um helgina æfðu leikmenn ÍBV á höfuðborgarsvæðinu og á laugardag hittust menn í Kaplakrika í Hafnarfirði áður en lagt var af stað í "leyni"-æfingasvæði þeirra Hafnfriðinga ofan við bæinn. Fyrir æfingu mættu nokkrir leikmenn ÍBV með gjöf handa Atla Jóhannssyni og var það forláta Vals-treyja og mátaði Atli hana eftir öfluga áskorun og var það samdóma álit þeirra sem þessa sjón sáu, að Valstreyjan fór honum bara alls ekki vel.
Á myndinni sem fylgir með má sjá mynd af Atla við þetta tilefni.