Við höfum haldið því að Sýnar-mönnum að þeir hafi gleymt okkur undanfarinár og réttilega svo. En í sumar virðist vera að rofa til og þeir ágætu kappar að fatta að við Eyjamenn erum náttúrlega lang-flottastir og verður á mánudaginn sýndur 3. útileikurinn okkar í sumar. Er það mikið gleðiefni að við erum farin að sjá útileiki ÍBV meira á skjánum, því við eigum að sjálfsögðu erfiðara með að sækja útileiki liðs okkar en önnur félög deildarinnar að jafnaði.
Viljum við færa SÝN-ar mönnum okkar bestu þakkir fyrir að taka svo vel við sér undan kveinstöfum okkar í fyrra og í sumar. Nú er bara að sýna á mánudag að við séum eins og áður sagði, lang-flottastir Eyjamenn.
Áfram ÍBV