Fótbolti - Þróttarar koma í kaffi
21.ágú.2005 10:15
Frítt á völlinn í í boði ESSO, Sparisjóðs Vestmannaeyja, Hugins VE og Binna í Gröf VE
Í kvöld, sunnudag, klukkan 18 mætast ÍBV og Þróttur á Hásteinsvelli og er þetta svokallaður 6 stiga leikur - því allt algt undir. Frítt er a´völlinn í boði framangreindra fyrirtækja og er því rétt að hvetja fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana og um leið þakka þessum aðilum fyrir að gera okkur kleift að hafa frítt á völlinn enn einu sini.
Leikmenn eru klárir í slaginn - hvað með ykkur áhorfendur góðir?
Fjölmennum á Hásteinsvöll í kvöld og hvetjum strákana til dáða
Áfram ÍBV alltaf alls staðar