Strákarnir spila nú loks í Landsbankadeildinni eftir nokkurt hlé, en næst á dagskrá er heimsókn í Frostaskjólið á sunnudag. Leikurinn hefst kl. 17 og þarf ekki að velkjast í vafa með það eftir að hafa skoðað stigatöfluna að það er ætlast til þess að sjá góða mætingu Eyjamanna á KR-völlinn og búist við öflugum stuðningi. Því ef ekki núna, hvenær þá ?
KR-ingar sögðu Magnúsi Gylfasyni upp störfum í júlí og hafa leikið einn leik síðan, er þeir töpuðu gegn Íslandsmeisturum FH-inga. Leikurinn á sunnudaginn er því leikurinn þar sem þeir Vesturbæingar ætla að snúa við taflinu og spyrna við fótum.
Hjá ÍBV eru þeir Andri Ólafsson og Heimir Snær Guðmundsson í leikbanni á sunnudag.
Dómari í þessum leik er Jóhannes Valgeirsson.
Eyjamenn, allir sem einn, tökum höndum saman og styðjum strákana á sunnudaginn. Ef einhvern tíma var þörf, þá er brýn nauðsyn núna.´