Á sunnudag mæta Grindvíkingar til Eyja til að mæta ÍBV í Landsbankadeildinni og ljóst að um mjög mikilvægan leik er að ræða í þeirri baráttu sem stendur yfir á botni deildarinnar. Eyjapeyjar eru fullir tilhlökkunar á að skokka inná Hásteinsvöll eftir vel heppnaða þjóðhátíð og staðráðnir í að hrista af sér slyðruorðið eftir að hafa bæði dottið út úr VISA-bikar og Evrópukeppn, rétt fyrir hátíðina.
Það er skarð fyrir skildi að Birkir Kristinsson er fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst illa gegn Íslandsmeisturum FH í síðustu umferð. Hinsvegar eigum við öflugan markvörð sem hefur verið skólaður af Birki s.l. sumur, Hraf Davíðsson, og fær hann nú tækifæri að sýna að hann sé verðugur arftaki, standi Birkir við að leggja skóna á hilluna í haust.
Vænst er öflugs stuðnings Eyjamanna, sem vonandi eru ekki orðnir of fámennir á Eyjunni góðu í þessum stóra sumarfrísmánuði okkar Eyjamanna. Leikurinn hefst kl. 18 ef veður leyfir, en skollið er á óveður í Eyjum, sem vonandi gengur yfir í tæka tíð.
Grindvíkingar eru sem stendur í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar með 9 stig eftir 11 leiki, en ÍBV í 8. sæti með 10 stig eftir 12 leiki. Það þarf því ekki að fjölyrða meir um mikilvægi leiks þessa.
Allir á völlinn !!!! Áfram ÍBV !!!!!