Takmarkað magn miða í boði
Núna klukkan 1300 hefst forsala á Evrópuliek ÍBV og B36 sem fram fer á fimmtudag kl. 1800
Takmarkað framboð miða í boði eða aðeins 500 miðar, þ.e.a.s. aðeins í sætin á kubbnum og er verði stillt í hóf eða aðeins kr. 1000 miðinn, sem er kr. 500 ódýrara en á leikinn gegn AIK fyrir 4 árum.
Miðasala verður í Týsheimilinu, Skýlinu, Tvistinum og Toppnum. Einnig verða knattspyrnuráðsmenn með miða til sölu. Gilli Foster verður t.d. með slatta af miðum í prentsmiðjunni o.s.frv.
Strangar reglur eru í gildi fyrir Evrópuleiki og við verðum að fylgja þeim reglum -
Ekki mun leyfast að krakkar verði á hlaupum á svæðinu í kringum völlinn.
Aðeins verður hleypt inn á svæðið á tveimur stöðum þ.e.a.s. við hliðina á húsinu hans Bjarna Jónasar og svo þar sem keyrt er inn í Herjólfsdal, við Golfvöllinn.
Öll umferð bíla verður stranglega bönnuð á svæðinu og er fólki því bennt á bílastæðin við íþróttahúsið og Þórsheimili. Svo verður náttúrulega líka fyrir hendi sá möguleiki að labba á völlinn í góða veðrinu.
Eyjamenn, konur og börn fjölmennið á völlinn og sjáið okkar menn etja kappi við frændur vora frá Færeyjum.
Það gæti verið von á fleiri tilkynningum og er fólk beðið um að hafa augun opin í sambandi við það
Með fyrirfram þökk um jákvæð viðbrögð og góða aðsókn á leikinn.
Áfram ÍBV - alltaf alls staðar
knattspyrnuráð karla ÍBV