Hafsteinn Gunnarsson skrifar frá Hásteinsvelli
Bæði lið eru í raun komin upp að vegg eftir fremur slæma byrjum á mótinu. ÍBV hefur byrjað hörmulega en þó sáust greinileg batamerki í síðasta leik. Tveir leikmenn við frá síðasta leik en það eru þeir Heimir Snær Guðmundsson og Pétur Óskar Sigurðsson frá FH og verður gaman að sjá hvernig þeir reynast.. Nokkrir leikmenn KR hafa nú spilað nokkrum sinnum á Hásteinsvelli en Bjarnólfur Lárusson og Tryggvi Bjarnason gengu til liðs við KR frá ÍBV fyrir þetta tímabil og svo spilaði Sigurvin Ólafsson með ÍBV fyrir nokkrum árum, þannig að það verður væntanlega vel tekið á móti þeim svo og þjálfara KR Magnúsi Gylfasyni sem þjálfaði ÍBV síðustu tvö ár. Tryggvi Bjarnason er reyndar meiddur og spilar ekki með KR í dag. Eins og áður kom fram eru bæði liðin komin upp að vegg, ÍBV þarf að fara að hala inn stig til að forðast fallbaráttuna og KR þurfa að vinna til að halda í við FH og Val sem eru ósigruð á toppnum.
KR byrjaði leikinn af miklum krafti og eins og svo oft í sumar voru eyjamenn ekki tilbúnir í leikinn þegar hann byrjarði. Grétar Ólafur Hjartarson var greinilega staðráðin í að skora sitt fyrsta mark fyrir KR en hann komst þrisvar í skotfæri á fyrstu sex mínútum leiksins. Tvisvar skaut hann framhjá en síðan komst hann einn á móti Birki í markinu en sýndi of greinilega hvert hann ætlaði að skjóta og Birkir las hann auðveldlega og varði vel. KR voru miklu betri fyrri helming hálfleiksins og voru eyjamenn í eltingaleik og náðu engu spili en KR náði oft ágætu spili án þess þó að skapa sér nein færi sem heitið gátu fyrir utan fyrstu mínútur leiksins. Eyjamenn börðust vel og náðu smátt og smátt að vinna sig inn í leikinn og náðu ágætum sóknum og virtist vörn KR vera nokkuð óörugg og miðverðir þeirra voru frekar staðir. Síðan á 27. mínútu náðu eyjamenn góðri sókn en Bjarni Geir Viðarsson skallaði boltann inn í teig þar sem Magnús Már skallaði boltann yfir sig á Matthew Platt sem skaut á markið og þótt skotið hafi ekki virkað allt of gott þá var það nógu gott og boltinn lak inn og staðan 1-0 fyrir eyjamenn og í fyrsta skipti í sumar sem þeir komast yfir. Það sem eftir lifði hálfleiksins var nokkuð jafnræði með liðunum og fengu þau bæði færi. Magnús Már fékk góða stungusendingu og lék auðveldlega á Gunnar Einarsson í vörn KR en Kristján Finnboga varði vel. Á síðustu mínútu hálfleiksins náði KR góðri sókn sem í raun er mjög erfitt að segja frá en boltinn barst milli manna og í menn í vítateig eyjamanna og síðan skoppaði boltinn yfir markið og voru allir á vellinum jafn hissa á því hvernig eyjamönnum tókst að halda boltanum utan við markið. En staðan í hálfleik 1-0 fyrir eyjamenn og voru þeir nokkuð sáttir við þá stöðu en KR-ingum fannst þó að þeir hefðu mátt fá eitthvað fyrir sinn snúð í hálfleiknum og má það til sanns vegar færa. Í það minnsta var Magnús Gylfason ekki ánægður með sína menn og las vel yfir þeim í hálfleik og það svo duglega að salan í sjoppuni dróst töluvert saman því það heyrðist ekki í nokkrum öðrum í 200 metra radíus.
Það var greinilegt að þegar seinni hálfleikur hófst að það hafði gert sjálfstrausti eyjamanna gott að vera í forustu því þeir uxu mjög þegar á leikinn leið og var mikill baráttuandi í liðinu í seinni hálfleik. Færin í seinni hálfleik voru nær öll eyjamanna og Atli Jóhannsson í miklum ham og átti hann gott skot á 56. mínútu eftir slæma sendinu frá Kristjáni í markinu og lét hann bara vaða af löngu færi en Kristján varði vel en Magnús Már náði boltanum en Kristján varði vel aftur. Mínútu seinna dróg til tíðinda en þá átti Atli Jóhannsson frábæra sendingu í gegnum staða og flata vörn KR og Ian Jeffs átti ekki í vandræðum með að klára færið og staðan orðin 2-0 fyrir eyjamenn og miðað við gang leiksins í seinni hálfleik var þetta sanngjörn staða. Á 74. mínútu dró til tíðinda en eyjamenn áttu sendingu inn í teig KR og Bjarni Hólm og Kristján Finnboga lentu saman og var Bjarni Hólm ekki ánægður með þau viðskipti og hrinti Kristjáni og dómari leiksins hafði ekki um neitt annað að velja en að reka hann útaf. En dómari leiksins hefðu þó mátt líta aðeins á hlut Kristjáns í þessum viðskiptum því þetta er ekki í fyrsta skiptið sem andstæðingar hans eru ósáttir við hvernig hann fer í návígi og var Bjarni Hólm með greinileg takkaför á bakinu eftir þessi viðskipti og það í raun til skammar að landsliðsmaður skuli aftur og aftur gerast sekur um svona lúaleg brot. En KR voru fljótir að nýta sér liðsmuninn en Grétar Ólafur Hjartarsson átti hálf misheppnað skot utan af kanti og virtist það hættulaust en Andri Ólafsson varð fyrir því að reka löppina í boltann og hann skaust fram hjá Birki í markinu án þess að hann kæmi nokkrum vörnum við og staðan því orðin 2-1. KR-ingar fengu blóðbragð í muninna við þetta mark og voru Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir báðið komnir inn á innan skamms tíma, eyjamenn settu hinn unga Pétur Óskar Sigurðsson inn á til að fríska upp á sína framlínu. Það sem eftir lifði leiks reyndi KR-ingar allt sem þeir gátu til að jafna leikinn og náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi og reynu allt of mikið að dæla háum boltum inn á miðja vörn ÍBV þar sem þeir Páll Hjarðar og Andri Ólafsson voru eins og kóngar í ríki sínu. Eyjamenn voru nær því að bæta við mörkum en KR að jafna og var Pétur Óskar Sigurðsson nokkrum sinnum hættulegur upp við mark KR án þess að setja hann. Það voru síðan mikil og einlæg fagnaðarlæti á Hásteinsvelli þegar dómarinn flautaði til leiksloka og eyjamenn eru því loks komnir á blað í Landsbankadeildinni.
Eyjamenn voru vel að þessum sigri komnir því baráttan og sigurviljinn var þeirra. Vörn ÍBV og markvörður voru mjög traust eftir að menn náðu áttum eftir fyrstu mínúturnar. Páll Hjarðar steig vart feilspor og Bjarni Hólm var einnig traustur meðan hans naut við en Andri Ólafsson fór í hans stöðu eftir brottreksturinn og stóð sig feikivel einnig voru bakverði liðsins traustir og gaman að sjá Adólf Sigurjónsson í stöðu hægri bakvarðar en hann stóð fyrir sínu. Miðjan hjá eyjamönnum var feikisterk og var allt annað að sjá til Atla Jóhannssonar og Ian Jeffs en í upphafi móts og Andri Ólafsson átti stórleik á miðjunni einnig var Heimir Guðmundsson að spila sinn fyrsta leik eftir að hann kom frá FH og stóð sig mjög vel. Magnús Már var einn í framlínunni og hélt boltanum vel og var ógnandi og hinn lánsmaðurinn frá FH Pétur Óskar Sigurðsson skipti við hann á 71. mínútu og stóð sem mjög vel. Það er kannski til marks um hvað FH er sterkt að þeir skuli ekki hafa not fyrir þessa stráka sem eiga fyllilega erindi í efstu deild. KR-ingar vilja örugglega sem fyrst gleyma þessum leik því þótt þeir hafi verið meira með boltann þá gekk þeim illa að skapa sér færi og voru allt annað en sannfærandi i þessum leik. Miðverðir KR voru frekar staðir og reynist eyjamönnum oft auðvelt að setja boltann á bak við þá, Kristján varði oft ágætlega í leiknum en sendingar hans voru slæmar og einnig situr í mönnum viðskipti hans við Bjarna Hólm. Uppstilling Magnúsar Gylfa á miðjunni vakti nokkra athygli en hann var með Sigurvin Ólafsson sem hægri vængmann og nýttist hann engan vegin þar. Sóknarlega voru KR-ingar frekar slappir og fyrir utan fyrstu 6.mínúturnar þá sást Grétar Ólafur nánast ekki neitt og sást oft vera ná í boltann langt aftur á völlinn og Garðar Jóhannsson er mjög sterkur strákur en náði ekki að koma sér nein færi sem heitið gátu og þegar KR-ingar reyndu að dæla háum boltum á miðja vörn ÍBV hitti hann fyrir ofjarla sína þar sem Páll Hjarðar og Andri Ólafsson voru. Það sem réði úrslitum í þessum leik var að viljinn var eyjamanna og einnig hafa eyjamenn bætt leik sinn mikið frá síðustu leikjum. KR-ingar hafa töluvert svigrúm til að bæta sinn leik og vita það væntanlega best sjálfir en það verður væntanlega erfitt fyrir þá að ná FH þetta sumarið eins og staðan er núna.
Landsbankadeildin:
Hásteinsvöllur sunnudaginn 12. júní 2005 kl. 17:00.
Lið: ÍBV-KR
Lokatölur: 2-1
Hálfleikstölur: 1-0
Aðstæður: Völlurinn í góðu standi
Veður: Hæglætisveður og aðstæður til að spila fótbolta frábærar
Áhorfendur: 250-3000
Skemmtanagildi á skalanum 1-10: 9
Maður leiksins: Andri Ólafsson
Frammistaða dómara á skalanum 1-10: 7 (Magnús Þórisson )
ÍBV
Byrjunarlið
1. Birkir Kristinsson (F)(M)
2. Páll Þorvaldur Hjarðar
6. Andri Ólafsson
7. Atli Jóhannsson
8. Ian David Jeffs
10. Magnús Már Lúðvíksson
14. Bjarni Geir Viðarsson
15. Matthew Platt.
17. Adólf Sigurjónsson
20. Bjarni Hólm Aðalsteinsson
27. Heimir Snær Guðmundsson
Varamenn
3. Lewis Dodd
11. Steingrímur Jóhannesson
12. Hrafn Davíðsson ( M )
18. Andrew Sam
28. Pétur Óskar Sigurðsson
Mörk
27. mín. Matthew Platt ( 1-0 )
57. mín. Ian Jeffs ( 2-0 )
Skiptingar
71. mín. Pétur Óskar Sigurðsson fyrir Magnús Má Lúðviksson
83. mín. Steingrímur Jóhannesson fyrir Matthew Platt.
Spjöld
44. mín Atli Jóhannsson, gult
74. mín. Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Rautt
86. mín. Heimir Snær Guðmundsson, gult
Hornspyrnur : 1
KR
Byrjunarlið
1. Kristján Finnbogason (F)(M)
6. Bjarnólfur Lárusson
7. Ágúst Þór Gylfason
8. Garðar Jóhannsson
9. Sölvi Davíðsson
10. Sigurvin Ólafsson
11. Grétar Ólafur Hjartarson
13. Gunnar Einarsson
14. Rógvi Jacobsen
23. Jökull Elísabetarson
27. Gunnar Kristjánsson
Varamenn
4. Kristinn Jóhannes Magnússon
5. Helmis Matute
24. Sölvi Sturluson
26. Arnar Gunnlaugsson
25. Bjarki Gunnlaugsson
Mörk
76. mín. Andri Ólafsson, sjálfsmark (2-1)
Skiptingar
45. mín. Helmis Matute fyrir Sölva Davíðsson
69. mín. Bjarki Gunnlaugsson fyrir Sigurvin Ólafsson
81. mín. Arnar Gunnlaugsson fyrir Gunnar Kristjánsson
Spjöld
57. mín. Garðar Jóhannsson, gult
89. mín. Ágúst Þór Gylfason, gult
Hornspyrnur : 7