Válí-menn meistarar eftir hörkuleik við Pörupilta
Það voru þeir feðgar Viðar Elíasson og Bjarnir Geir Viðarsson sem tryggðu sér sigur í Bikarkeppni 900 getrauna árið 2005. Fyrri raðir skiluðu báðum liðum 5 réttum en seinni röðin gaf fjóra hjá Válí en þrjá hjá þeim Pörupiltum Má Jonssyni og Baldvin Kristjánssyni.
Keppnin núna tókst með ágætum og verður framhald á því næsta haust, ég vona svo sannarlega að gróið sé um sárin hjá þeim sem duttu út snemma því leiðinlegt var að heyra af sumum vinnustaðaerjunum sem voru í gangi. Um leið og við óskum sigurvegurunum til hamingju viljum við þakka öllum fyrir þátttökuna og fyrir það að gera þetta svona skemmtilegt.
Áfram ÍBV