Fótbolti - Bikarkeppni 900-Getrauna

11.apr.2005  10:31
Nokkrir stórleikir - verða Bölvar og Ragnar lokaðir inni?
Reglur og dráttur fylgja
Dregið hefur verið í Bikarkeppni 900-Getrauna og er greinilegt að þar verður hart barist. Helstu viðureignirnar í þessari umferð eru Húsasmiðjan - Týspúkar, Hnúur - Litla Öxin, Klaki - Hárarnir og Sporðdrekarnir gegn STAR. Samkvæmt veðbankanum William Hill í Englandi eru 1,9 og Bonnie og Clyde talin líklegust til sigurs, en gaman verður að sjá hvort veðbankarnir hafa rétt fyrir sér í því, þeir hafa nú ekki reynst sannspáir hingað til. Vonumst við til þess að sjá sem flesta í Týsheimilinu um næstu helgi þegar þessi stutta en merkilega bikarkeppni fer af stað, vonandi verður skothríðin mikil manna á milli.

Reglurnar verða þessar.
1. Tippuð verður 2 sinnum einföld röð (þ.e.a.s. báðir tippa einfalda röð - engin aukamerki)
2. Hærra skor tryggir vinning ef jafnt þá hærra skor lakari raðar, ef jafnt þá þá fleiri útileikir réttir síðan jafntefli þá heimasigrar ef en jafnt þá verður kastað upp, með tíkalli, á laugardagsmorgni í Týsheimilinu. Þetta gildir alltaf nema í úrslitaleik þá skal spilað aftur en ekki kastað upp.
Vegna óhagstæðs liðafjölda gilda þessar reglur í fyrstu umferð.
1. 2 mínusar gera plús sitja hjá og komast beint áfram
2. 4 tap-lið sem eru með hæsta sameiginlegaskor (röð 1+2) komast áfram - ef jafnt þá verður dregið um það hvaða lið komast áfram. – Þannig fáum við 32 lið sem munu svo mætast þann 23. apríl og svo koll af kolli eins og í alvöru bikarkeppni þar til uppi standa sigurvegarar.
 
Verðlaun:
Bikarmeistarar: 40.000,  viðurkenningarskjöl/verðlaunapeningur, farandbikar (sem ég vonast til að hægt verði að keppa um í einhver ár.)
Annað sæti: 15.000, viðurkenningarskjöl/verðlaunapeningur.
 
Þessi lið mætast í fyrstu umferð:
2 á Hjóli - Rakaragengið
1,9 - Spurs-one
Klassamenn - Suðurnesjamenn
Húskross - Sílaperlur
Bæjarins Bestu - Öryrkjabandalagið
Sporðdrekarnir -  STAR
Hells Angels - 3 flottar
Bleiki pardusinn - Liðbandið
Sigurvegararnir - Kátir piltar
65 - Dumb and Dumber
Toppurinn - Hróðnýarnar
Kótilettan - Serefe
WBA - Mánabar
Múlapeyjar - Rakararnir
H-13-19 - Hellisey
Hnúur - Litla Öxin
Köttarar - Bonnie and Clyde
Johnsons - FC Binni
Senjor Salsa - Válí
Grænahlíð - VE 13
Óvitar - Pörupiltar
Bollurnar - Fantagóðir feðgar
Húsasmiðjan - Týspúkar
Bölvar og Ragnar - Bílskúrinn
Keano - 2 á toppnum
Klaki - Hárarnir
Bekkjarbræður - Hvað er að frétta??
2 mínusar gera plús, stija hjá og komast beint áfram