Fótbolti - Portúgal - Þórisbikarinn

07.apr.2005  10:07
Leikið við Valsmenn í dag kl.11.00
Þá er komið að fyrsta leik hjá okkur mönnum í Portugal. Er hann klukkan 11 gegn Hlíðarendapiltunum rauðklæddu. Byrjunarliðið hefur verið valið og er það gefið upp hér að neðan.
Annars er flest allt gott að frétta af strákunum og flestir eru þeir heilir heilsu en samt munu Atli Yo og Einar Hlöðver ekki spila í dag vegna meiðsla. Kjúklingarnir í ferðinni Hilmar, Anton, Elvar Aron og Egill rogast með boltapoka, keilur, drykkjarföng og fleira eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað og er þjálfarinn yfirsig ánægður með þá pilta því þeir eru víst líka að stnda sig vel á æfingum. Annars voru stórtíðindi gærdagsins að Huginn og Kiddi háðu einvígi í Pool – spennan var mikil sem og atgangurinn en ekki hefur en fengist úr því skorið hvor stóð uppi sem sigurvegari og þurfti Björgvin og Laugi að stía þeim í sundur vegna þrætumála.
Við munum birta gang mála í leiknum á spjallinu í dag
 
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Hrafn
Pétur Runólfs
Bjarni Hólm
Pall Hjarðar
Laurie Briggs
Andri Ólafsson
Ian Jeffs
James Robinson
Magnús Már
Matthew Platt
Steingrímur Jóhannesson
 
Varamenn:
Gaui markmaður
Adólf
Bjarni Rúnar
Sæþór Jóhannesson
Hilmar
Anton
Elvar Aron
Egill Yo