Fótbolti - Jæja þá er það Portúgal

04.apr.2005  20:19
Lawrence Briggs kemur ti liðs við liðið í Faró
Í fyrramálið leggur meistaraflokkurkarla af stað til Faro í Portúgal og mun dvelja þar við æfingar og keppni í vikutíma.
Fjögur íslensk lið verða á svæðinu því auk okkar manna munu FH, Grindavík og Valur verða þarna við æfingar. Sett hefur verið upp smá mót þar sem keppt verður um Þórisbikarinn en hann er gefinn til minningar um Þórir Jónsson stjórnarmann FH sem lést af slysförum á síðasta ári.

Það er vonandi að við fáum reglulega uppfærðar fréttir frá okkar mönnum.
 
Þetta er leikmannahópurinn sem heldur út í fyrramálið:
Adólf Sigurjónsson
Andri Ólafsson
Anton Bjarnason
Atli Jóhannsson
Bjarni Hólm Aðalsteinsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Egill Jóhannsson
Einar Hlöðver Sigurðsson
Elvar Aron Björnsson
Guðjón Magnússon
Hilmar Á. Björnsson
Hrafn Davíðsson
Ian Jeffs
Magnús Már Lúðvíksson
Páll Hjarðar
Pétur Runólfsson
Steingrímur Jóhannesson
Sæþór Jóhannesson
 
 
 
 
Til móts við liðið koma svo þeir félagar Matthew Platt og James Robinson sem spilað hafa hjá Crewe. Og í dag bættist við einn leikmaður sem ætlar að koma til móts við liðið til að sanna sig og reyna að fá samning en hann heitir Lawrence Briggs, ekkert skyldur Kió, og er vinstrifótarmaður sem var á mála hjá Tranmere Rovers þegar hann var yngri. Lék síðan um skeið í Welsku deildinni en hefur í vetur spilað með Scarborough og Northwich Viktoria. Hann kemur til móts við okkur með  meðmæli upp á vasann frá vini okkar Matt Garner sem því miður verður ekki leikfær í sumar vegna uppskurðar. Matt hefur þó beðið um leyfi ÍBV til að koma og æfa með liðinu seinnipart sumars til að koma sér í form aftur og að sjálfsögðu tókum við þeirri beiðni vel. Það er greinilegt að Matt hefur líkað vel hjá okkur og ég verð að viðurkenna að kannski spila stelpurnar þarna smá rullu.
Þannig að þetta verða 21 leikmaður sem mun dvelja við æfingar og keppni í Portúgal næstu vikuna í nafni ÍBV..
 
 

Birkir Kristinsson kemst ekki í ferðina sökum vinnu og Bjarni Geir Viðarsson er á fullu að undirbúa sig undir lokaprófin í læknisfræðinni og á því ekki heimangengt, því miður.
Aðrir ferðalangar í þessari ferð verða:
Þjálfari: Guðlaugur Baldursson
Aðstoðarþj. Huginn Helgason
Sjúkraþjálfari: Björgvin Eyjólfsson
Fararstjóri: Kristján Georgsson, sérlegur útsendari knattspyrnuráðs.
Búið er að reyna að brýna fyrir þessum höfðingjum að reyna að senda myndir og pistla daglega til okkar þannig að við fáum eitthvað af þessu beint í æð.