Í gær var gengið frá samningi við Magnús Má Lúðvíksson um áframhaldandi veru hans hjá okkur fram yfir keppnistímabilið 2005. Magnús Már gekk til liðs við okkur síðasta vor og kom mörgum á óvart með ágætri frammistöðu síðasta sumar en fáir vissu hver þessi ungi peyji var þegar hann hóf að leika með okkur. Það hefur tafið aðeins fyrir samningaviðræðum að Magnús Már þurfti að fá frí yfir allt sumarið hjá vinnuveitendum sínum, en nú er það mál leyst og Magnú Már því klár í slaginn í sumar. Magnús Már lék á okkar vegum í fyrra 23 leiki og skoraði 7 mörk, þar af lék hann 13 leiki í Landsbankadeildinni og skoraði 4 mörk. Um leið og við gleðjumst yfir því að Magnús Már verður með okkur í sumar vonum við að hann fagni nýja samningnum með því að skora á morgun gegn Blikum í Fífunni.